Við hjá Kraftvélum erum spennt að segja frá nýjum viðurkenndum þjónustuaðila okkar á suðurlandi, Vélaverkstæði Þóris.

Vélaverkstæði Þóris er rúmlega 20 ára gamalt fyrirtæki á Selfossi og ætti að vera öllum á svæðinu vel kunnugt. Þeirra meginstarfsemi eru viðgerðir á landbúnaðartækjum, vörubifreiðum og vinnuvélum ásamt smurþjónustu á öllum tækjum og bílum. Starfsmenn fyrirtækisins eru 17 talsins.

Þrátt fyrir að geta þjónustað öll tæki og tól mun Vélaverkstæði Þóris leggja sérstaka áherslu á þjónusta landbúnaðartæki frá Kraftvélum ásamt Iveco atvinnubifreiðum.