Fjölmargir viðskiptavinir hafa sett sig í samband Kraftvélar til þess að athuga hver staðan sé hjá okkur og hvort einhverjar breytingar hafi átt sér stað varðandi sölu og þjónustu, við viljum því útskýra fyrir áhugasömum hvaða aðgerðir við höfum ráðist í á þessum tímum.
Áhrif COVID-19 á íslenskt samfélag hefur ekki farið framhjá neinum og erum við í Kraftvélum engin undantekning þar á.

– Starfsemi Kraftvéla er í fullum gangi og hefðbundinn opnunartími í öllum deildum nema varahlutaverslun sem lokar klukkutíma fyrr í apríl og maí. Við hvetjum viðskiptavini til þess að hafa samskipti við okkur í gengum síma og/eða tölvupóst svo hægt sé að lágmarka heimsóknir.

– Við höfum aðskilið allar deildir fyrirtækisins og sett upp sex mismunandi sóttvarnarsvæði innan fyrirtækisins. Starfsmönnum er ekki heimilt að fara á milli sóttvarnarsvæða nema nauðsyn þykir og þá eingöngu eftir góðan handþvott og handspritt.

– Við leggjum ríka áherslu á 2 metra fjarlægð á milli fólks og biðjum viðskiptavini að virða þær ráðlagningar sem Almannavarnir hafa lagt til.

– Allar starfsstöðvar eru sótthreinsaðar daglegar og aðkeypt hreingerningarþjónusta sér um almenn þrif og sótthreinsun á sameiginlegum snertiflötum á hverjum einasta degi.

– Flest allir af okkar birgjum hafa lokað framleiðsluverksmiðjum sínum en reyna eftir fremsta megni að halda varahlutavöruhúsum opnum til að geta þjónustað tækin.
Biðjum viðskiptavini um að takmarka heimsóknir til okkar og panta frekar í gegnum síma 535-3520 eða tölvupóst varahlutir@kraftvelar.is. Opnunartími varahlutaverslunnar í apríl og maí er 08:00 – 17:00.

– Starfsmenn á þjónustuverkstæði gæta fyllstu varúðar við meðhöndlun tækja í þjónustu með tilheyrandi hlífðarfatnaði, þrifnaði og aðgát.
Nánari upplýsingar um þjónustuverkstæðið í síma 535-3545 eða tölvupóstur verkstjorn@kraftvelar.is

Hafi viðskiptavinir okkar ábendingar um hvað mætti betur fara eða einhverjar sérstakar óskir munum við koma til móts við þær eftir fremsta megni.
Allar ábendingar eru vel þegnar á kraftvelar@kraftvelar.is eða í gegnum skilaboð á Facebook.

Nýr opnunartími er:
Mánudaga til fimmtudaga: 08:00-17:00
Föstudaga: 08:00-15:00

Tímabókanir þjónustuverkstæðis eru sem fyrr í síma 535-3545 eða tölvupósti verkstjorn@kraftvelar.is

Kraftvélar eru um þessar mundir að hrinda af stað sérstakri þjónustuherferð í samstarfi við sína birgja og snýr herferðin að alhliða viðhaldi námutækja og borvagna. okkar merkja sem og annara vörumerkja.

Við bjóðum upp á fríar ástandsskoðanir og ástandsskýrslu fyrir námutæki og borvagna þar sem við setjum saman tilboð í varahluti, viðhaldsefni og vinnu sem tækið þarfnast sé þess þörf.
Tilboðið er gert í samráði við eiganda/umráðamann tækisins og er sniðið að hans óskum hverju sinni.

Þessum skoðunum fylgja engar skuldbindingar af neinu tagi nema kannski einn kaffibolli fyrir skoðunarmann.
Það er gömul saga og ný að reglubundið og fyrirbyggjandi viðhald er langódýrasta viðhaldið til lengri tíma.

Ef þú villt fá ástandsskoðun þá getur þú pantað tíma með því að hringja í síma 535-3548 eða sent tölvupóst á pssr@kraftvelar.is

Kraftvélar og Bílanaust kynna nýtt samstarf á Selfossi þar sem ný og notuð tæki Kraftvéla verða til sýnis og sölu í húsakynnum Bílanausts að Hrísmýri 7, Selfossi.

Að auki mun Bílanaust bjóða upp á varahluti í þau tæki sem Kraftvélar eru með umboð fyrir. Lögð verður áhersla á að eiga algengustu slithlutina á staðnum svo hægt sé að afgreiða hratt og örugglega, sérstaklega nú þegar sumarið nálgast og vertíðin hefst hjá mörgum viðskiptavinum Kraftvéla.

Sölufulltrúar okkar er hægt að hafa samband við í síma 535-3589 og varahlutaverslun Bílanaust í sima 482-4200.

Við erum viðskiptavinum okkar innilega þakklát fyrir að velja okkur og ganga í Komatsu fjölskylduna. Án ykkar væri þetta ekki möguleiki.
Við hlökkum til að halda áfram að skreyta landið með glæsilegum Komatsu vélum næstu árin í góðu samstarfi við ykkur.

* Gögn frá Vinnueftirlitinu miðast við nýskráningar í eftirfarandi flokkum: EA, EB, EH, FH, GB, HV, IM og LS.

23. desember loka allar deildir fyrirtækisins kl. 16:00.
24-26. desember eru allar deildir fyrirtæksins lokaðar.
27. desember opið frá kl. 08:00 – 18:00.
28-29. desember lokað.
30. desember opið frá kl. 08:00 – 18:00.
31. desember – 1. janúar eru allar deildir fyrirtækisins lokaðar.
2. janúar opnum við kl. 13:00 og erum opið til kl 18:00.
3. janúar er hefðbundin opnunartími frá kl 8:00 – 18:00.
 
Upplýsingar um neyðarnúmer má finna á heimasíðu okkar www.kraftvelar.is
 
Gleðilega hátíð.

Hópstjóri á verkstæði

Við leitum að vinnusömum, metnaðarfullum og framsæknum vél- eða bifvélavirkja sem hefur áhuga á að takast á við krefjandi og spennandi framtíðarstarf sem hópstjóri á verkstæðinu okkar.
Starfssvið:
• Undirbúningur og útdeiling viðgerðaverkefna
• Dagleg stjórnun vélvirkja og bifvélavirkja á verkstæðinu
• Samskipti við viðskiptavini
• Varahlutapantanir og samskipti við birgja
• Skýrslugerð og reikningagerð fyrir verkstæðið
Hæfniskröfur:
• Stjórnunarhæfileikar
• Vélavirkja- eða bifvélavirkjamenntun æskileg
• Hæfni í mannlegum samskiptum og heiðarleiki
• Stundvísi, ósérhlífni og sveigjanleiki
• Rík þjónustulund og frumkvæði í starfi.

Starfsmaður á verkstæði

Við leitum að vinnusömum, metnaðarfullum og framsæknum vélvirkja- rafeindavirkjarafvirkja- eða bifvélavirkja sem hefur áhuga á að takast á við krefjandi og spennandi verkefni á verkstæðinu okkar.
Starfssvið:
• Almenn viðgerðarvinna á verkstæði
• Vinna við þungavinnuvélar, lyftara, dráttarvélar og bíla
• Viðgerðir sem þarfnast rafmagnsþekkingar
Hæfniskröfur:
• Vélvirkja- rafeindavirkja- rafvirkja- eða bifvélavirkjamenntun
• Hæfni í mannlegum samskiptum og heiðarleiki
• Stundvísi, ósérhlífni og sveigjanleiki
• Rík þjónustulund og frumkvæði í starfi.

Vinnutími: Mánudaga – fimmtudaga 08:00 – 17:30 og föstudaga 08:00 – 16:00

Áhugasamir sendi umsókn fyrir 8. október á netfangið starf@kraftvelar.is eða sækja um inn á Alfred.is. Öllum umsóknum verður svarað.

Nánari upplýsingar inn á www.kraftvelar.is/starfsumsokn

Helstu vörumerkin í söludeild vinnuvéla eru Komatsu vinnuvélar, Sandvik námutæki, Dynapac valtarar, Potain byggingakranar, Atlas Copco, Miller skóflur og hraðtengi, Rammer vökvafleygar og fleiri heimsklassa vörumerki.
Starfið heyrir undir sölustjóra vinnuvéla.

Spennandi starf og næg verkefni framundan!

Leitum að fólki í fullt starf til framtíðar ásamt hlutastarfi og sumarstarfi.