Kæru viðskiptavinir

Ákveðið hefur verið að stytta opnunartíma í varahlutaverslun Kraftvéla til þess að samræma hann við opnunartíma allra annara deilda innan fyrirtækisins.
Frá og með 1. október næstkomandi verður opnunartími í varahlutaverslun Kraftvéla frá klukkan 08:00 til 17:00 alla virka daga vikunnar.

Með fyrirfram þökk,
Kraftvélar ehf

Við hjá Kraftvélum leitum að þjónustufulltrúa í varahlutaverslun. Starfið felst í afgreiðslu og sölu á varahlutum.

Varahlutaverslun Kraftvéla sérhæfir sig í að útvega varahluti í allar tegundir vinnuvéla, lyftara og landbúnaðartækja.

Helstu verkefni og ábyrgð
Sala og afgreiðsla á varahlutum
Þjónusta og ráðgjöf til viðskiptavina
Halda uppi framúrskarandi þjónustustigi
Þáttaka í öðrum tilfallandi verkefnum

Menntunar- og hæfniskröfur
Viðkomandi þarf að hafa ríka þjónustulund og vera jákvæður
Þarf að hafa gott frumkvæði
Hæfileikar til að geta unnið undir álagi
Almenn þekking á landbúnaðar- og vinnuvélum mikill kostur
Góð almenn tölvukunnátta
Góð samskiptafærni á íslensku og ensku
Lágmarksaldur 20 ár

Nánari upplýsingar gefur Jóhanna Ágústsdóttir – johanna@kraftvelar.is

Áhugasamir sendi umsókn fyrir 30. ágúst á netfangið starf@kraftvelar.is. Öllum umsóknum verður svarað.

Við hjá Kraftvélum erum spennt að segja frá nýjum viðurkenndum þjónustuaðila okkar á suðurlandi, Vélaverkstæði Þóris.

Vélaverkstæði Þóris er rúmlega 20 ára gamalt fyrirtæki á Selfossi og ætti að vera öllum á svæðinu vel kunnugt. Þeirra meginstarfsemi eru viðgerðir á landbúnaðartækjum, vörubifreiðum og vinnuvélum ásamt smurþjónustu á öllum tækjum og bílum. Starfsmenn fyrirtækisins eru 17 talsins.

Þrátt fyrir að geta þjónustað öll tæki og tól mun Vélaverkstæði Þóris leggja sérstaka áherslu á þjónusta landbúnaðartæki frá Kraftvélum ásamt Iveco atvinnubifreiðum.

Þrátt fyrir að Pöttinger séu hvað þekktastir fyrir framúrskarandi heyvinnutækin sín bjóða þeir líka upp á
jarðvinnslutæki í hæsta gæðaflokki sem hafa nú þegar notið mikillar velgengni hér á landi.

Plógar • Herfi • Jarðtætarar • Sáðvélar

Við hvetjum áhugasama til þess að hafa samband við sölumenn Kraftvélar í síma 535-3500 fyrir allar nánari upplýsingar.

Það er með sannri ánægju sem við getum loksins staðfest að Kraftvélar mun taka við umboði Pöttinger á Íslandi en Pöttinger er öllum bændum og verktökum vel kunnugt vörumerki enda með langa sögu hér á landi og einstaklega breitt vöruúrval.
Í Bændablaðinu 22. apríl birtist heilsíða þar sem við í Kraftvélum kynntum okkur til leiks sem nýjan umboðsmann og látum við heilsíðuna fylgja með þessari tilkynningu.

Varðandi framtíð Fella heyvinnutækja þá er mörgu ósvarað í þeim efnum en Kraftvélar og Fella eiga að baki langt samstarf og er það sameiginlegt markmið beggja aðila að eigendur Fella upplifi enga hnökra í þjónustu tækjanna sinna þrátt fyrir að Kraftvélar muni formlega að hætta sem umboðsaðili Fella á Íslandi.

Við hlökkum til þess að selja og þjónusta Pöttinger vélar og hvetjum viðskiptavini til þess að setja sig í samband við sölumenn Kraftvéla fyrir allar nánari upplýsingar

Fjölmargir viðskiptavinir hafa sett sig í samband Kraftvélar til þess að athuga hver staðan sé hjá okkur og hvort einhverjar breytingar hafi átt sér stað varðandi sölu og þjónustu, við viljum því útskýra fyrir áhugasömum hvaða aðgerðir við höfum ráðist í á þessum tímum.
Áhrif COVID-19 á íslenskt samfélag hefur ekki farið framhjá neinum og erum við í Kraftvélum engin undantekning þar á.

– Starfsemi Kraftvéla er í fullum gangi og hefðbundinn opnunartími í öllum deildum nema varahlutaverslun sem lokar klukkutíma fyrr í apríl og maí. Við hvetjum viðskiptavini til þess að hafa samskipti við okkur í gengum síma og/eða tölvupóst svo hægt sé að lágmarka heimsóknir.

– Við höfum aðskilið allar deildir fyrirtækisins og sett upp sex mismunandi sóttvarnarsvæði innan fyrirtækisins. Starfsmönnum er ekki heimilt að fara á milli sóttvarnarsvæða nema nauðsyn þykir og þá eingöngu eftir góðan handþvott og handspritt.

– Við leggjum ríka áherslu á 2 metra fjarlægð á milli fólks og biðjum viðskiptavini að virða þær ráðlagningar sem Almannavarnir hafa lagt til.

– Allar starfsstöðvar eru sótthreinsaðar daglegar og aðkeypt hreingerningarþjónusta sér um almenn þrif og sótthreinsun á sameiginlegum snertiflötum á hverjum einasta degi.

– Flest allir af okkar birgjum hafa lokað framleiðsluverksmiðjum sínum en reyna eftir fremsta megni að halda varahlutavöruhúsum opnum til að geta þjónustað tækin.
Biðjum viðskiptavini um að takmarka heimsóknir til okkar og panta frekar í gegnum síma 535-3520 eða tölvupóst varahlutir@kraftvelar.is. Opnunartími varahlutaverslunnar í apríl og maí er 08:00 – 17:00.

– Starfsmenn á þjónustuverkstæði gæta fyllstu varúðar við meðhöndlun tækja í þjónustu með tilheyrandi hlífðarfatnaði, þrifnaði og aðgát.
Nánari upplýsingar um þjónustuverkstæðið í síma 535-3545 eða tölvupóstur verkstjorn@kraftvelar.is

Hafi viðskiptavinir okkar ábendingar um hvað mætti betur fara eða einhverjar sérstakar óskir munum við koma til móts við þær eftir fremsta megni.
Allar ábendingar eru vel þegnar á kraftvelar@kraftvelar.is eða í gegnum skilaboð á Facebook.

Nýr opnunartími er:
Mánudaga til fimmtudaga: 08:00-17:00
Föstudaga: 08:00-15:00

Tímabókanir þjónustuverkstæðis eru sem fyrr í síma 535-3545 eða tölvupósti verkstjorn@kraftvelar.is

Kraftvélar eru um þessar mundir að hrinda af stað sérstakri þjónustuherferð í samstarfi við sína birgja og snýr herferðin að alhliða viðhaldi námutækja og borvagna. okkar merkja sem og annara vörumerkja.

Við bjóðum upp á fríar ástandsskoðanir og ástandsskýrslu fyrir námutæki og borvagna þar sem við setjum saman tilboð í varahluti, viðhaldsefni og vinnu sem tækið þarfnast sé þess þörf.
Tilboðið er gert í samráði við eiganda/umráðamann tækisins og er sniðið að hans óskum hverju sinni.

Þessum skoðunum fylgja engar skuldbindingar af neinu tagi nema kannski einn kaffibolli fyrir skoðunarmann.
Það er gömul saga og ný að reglubundið og fyrirbyggjandi viðhald er langódýrasta viðhaldið til lengri tíma.

Ef þú villt fá ástandsskoðun þá getur þú pantað tíma með því að hringja í síma 535-3548 eða sent tölvupóst á pssr@kraftvelar.is

Kraftvélar og Bílanaust kynna nýtt samstarf á Selfossi þar sem ný og notuð tæki Kraftvéla verða til sýnis og sölu í húsakynnum Bílanausts að Hrísmýri 7, Selfossi.

Að auki mun Bílanaust bjóða upp á varahluti í þau tæki sem Kraftvélar eru með umboð fyrir. Lögð verður áhersla á að eiga algengustu slithlutina á staðnum svo hægt sé að afgreiða hratt og örugglega, sérstaklega nú þegar sumarið nálgast og vertíðin hefst hjá mörgum viðskiptavinum Kraftvéla.

Sölufulltrúar okkar er hægt að hafa samband við í síma 535-3589 og varahlutaverslun Bílanaust í sima 482-4200.

Við erum viðskiptavinum okkar innilega þakklát fyrir að velja okkur og ganga í Komatsu fjölskylduna. Án ykkar væri þetta ekki möguleiki.
Við hlökkum til að halda áfram að skreyta landið með glæsilegum Komatsu vélum næstu árin í góðu samstarfi við ykkur.

* Gögn frá Vinnueftirlitinu miðast við nýskráningar í eftirfarandi flokkum: EA, EB, EH, FH, GB, HV, IM og LS.