Við leitum að vinnusömum, metnaðarfullum og framsæknum vél- eða bifvélavirkja sem hefur áhuga á að takast á við krefjandi og spennandi framtíðarstarf sem hópstjóri á verkstæðinu okkar.
Starfssvið:
• Undirbúningur og útdeiling viðgerðaverkefna
• Dagleg stjórnun vélvirkja og bifvélavirkja á verkstæðinu
• Samskipti við viðskiptavini
• Varahlutapantanir og samskipti við birgja
• Skýrslugerð og reikningagerð fyrir verkstæðið
Hæfniskröfur:
• Stjórnunarhæfileikar
• Vélavirkja- eða bifvélavirkjamenntun æskileg
• Hæfni í mannlegum samskiptum og heiðarleiki
• Stundvísi, ósérhlífni og sveigjanleiki
• Rík þjónustulund og frumkvæði í starfi.
Starfsmaður á verkstæði
Við leitum að vinnusömum, metnaðarfullum og framsæknum vélvirkja- rafeindavirkjarafvirkja- eða bifvélavirkja sem hefur áhuga á að takast á við krefjandi og spennandi verkefni á verkstæðinu okkar.
Starfssvið:
• Almenn viðgerðarvinna á verkstæði
• Vinna við þungavinnuvélar, lyftara, dráttarvélar og bíla
• Viðgerðir sem þarfnast rafmagnsþekkingar
Hæfniskröfur:
• Vélvirkja- rafeindavirkja- rafvirkja- eða bifvélavirkjamenntun
• Hæfni í mannlegum samskiptum og heiðarleiki
• Stundvísi, ósérhlífni og sveigjanleiki
• Rík þjónustulund og frumkvæði í starfi.
Vinnutími: Mánudaga – fimmtudaga 08:00 – 17:30 og föstudaga 08:00 – 16:00
Áhugasamir sendi umsókn fyrir 8. október á netfangið starf@kraftvelar.is eða sækja um inn á Alfred.is. Öllum umsóknum verður svarað.
Nánari upplýsingar inn á www.kraftvelar.is/starfsumsokn