Kæru viðskiptavinir

Ákveðið hefur verið að stytta opnunartíma í varahlutaverslun Kraftvéla til þess að samræma hann við opnunartíma allra annara deilda innan fyrirtækisins.
Frá og með 1. október næstkomandi verður opnunartími í varahlutaverslun Kraftvéla frá klukkan 08:00 til 17:00 alla virka daga vikunnar.

Með fyrirfram þökk,
Kraftvélar ehf

Bílinn er einstaklega öflugur og vel útbúinn með 570hp vél og 16 gíra ZF sjálfskiptingu og með lyftanlegum beygjubúkka á öftustu hásingu.
Krókheysið er frá HYVA og er 26 tonn með olnboga og fast off load kerfi.
Allur frágangur í kringum heysið er einstaklega vandaður og öflugur og er meðal annars með búnaði fyrir sturtupall með vör.
ON+ útfærslan af IVECO X-Way er með hærri veghæð og meiri stuðaravörn en er á hefðbundnum vörubílum og hentar því vel fyrir þau verkefni sem Jarðval tekst á við.

Bílinn var afhendur hjá Kraftvélum á Dalvegi og var það Árni Geir Eyþórsson framkvæmdastjóri Jarðvals sem tók á móti bílnum en þetta er fjórði bílinn af IVECO gerð sem Jarðval fær afhendan frá Kraftvélum.
Jarðval hefur verið í umsvifamiklum verkefnum undanfarin ár og búa starfsfólk þess yfir áratuga reynslu.

Við óskum starfsfólki Jarðvals innilega til hamingju með nýjan og glæsilega IVECO X-Way.

Valtarinn er vandlega útbúinn í alla staði með öllum helstu þægindum og eiginleikum sem í boði eru. Hann vigtar um 13,32 tonn og afhendist m.a. með 160 hö Cummins vél, 4-12 km/h keyrsluhraða, þjöppumæli, Comfort húsi með loftkælingu og framúrskarandi aðbúnaði fyrir stjórnanda, lögnum fyrir Dyn@lizer GPS kerfi og lengi mætti telja. Haraldur Guðjónsson annar eiganda VGH tók vel á móti okkur og stillti sér upp við hlið nýja valtarans í Helgafellshverfi í Mosfellsbæ þar sem þeir voru að vinna á fullu við uppbyggingu á nýju hverfi.

Við hjá Kraftvélum þökkum kærlega fyrir okkur og óskum bræðrunum Halla og Leifa og öðru starfsfólki VGH innilega til hamingju með nýja valtarann. Megi þeim farnast afskaplega vel!

Vorum að taka á móti nýrri sendingu frá Komatsu, eigum til belta- og hjólagröfur til afhendingar strax. Nánari upplýsingar hjá sölumönnum vinnuvéla í síma 535-3584 eða vinnuvelar@kraftvelar.is

Við hjá Kraftvélum leitum að þjónustufulltrúa í varahlutaverslun. Starfið felst í afgreiðslu og sölu á varahlutum.

Varahlutaverslun Kraftvéla sérhæfir sig í að útvega varahluti í allar tegundir vinnuvéla, lyftara og landbúnaðartækja.

Helstu verkefni og ábyrgð
Sala og afgreiðsla á varahlutum
Þjónusta og ráðgjöf til viðskiptavina
Halda uppi framúrskarandi þjónustustigi
Þáttaka í öðrum tilfallandi verkefnum

Menntunar- og hæfniskröfur
Viðkomandi þarf að hafa ríka þjónustulund og vera jákvæður
Þarf að hafa gott frumkvæði
Hæfileikar til að geta unnið undir álagi
Almenn þekking á landbúnaðar- og vinnuvélum mikill kostur
Góð almenn tölvukunnátta
Góð samskiptafærni á íslensku og ensku
Lágmarksaldur 20 ár

Nánari upplýsingar gefur Jóhanna Ágústsdóttir – johanna@kraftvelar.is

Áhugasamir sendi umsókn fyrir 30. ágúst á netfangið starf@kraftvelar.is. Öllum umsóknum verður svarað.

Á næstunni munum við fara í samsetningu og afhendingu á þessum tækjum og munum segja ykkur nánar frá þeim þegar þeir eru komnir af stað í vinnu.

Í vikunni fékk Klapparverk ahf afhenta nýja Komatsu PC30MR-5 minibeltavél. Hún vigtar um 3,4 tonn og afhendist vel útbúin í alla staði, m.a. með hraðtengi, 3x skóflur, 300 mm breiðum “roadliner” spyrnum, lengri gerð af bómuarmi, 24,4 hö vél, 6 vinnustillingum í vökvakerfi, framhallanlegu ökumannshúsi, KOMTRAX 3G kerfi o.s.f.v. Þessi vél er fyrsta Komatsu vélin sem fyrirtækið eignast og við bjóðum þau innilega velkomin í Komatsu fjölskylduna og vonumst svo sannarlega að þær verði fleiri í framtíðinni.
Feðgarnir Ægir Jónsson og Kristján Andri Ægisson komu og veittu vélinni viðtöku við þetta ánægjulega tilefni. Kraftvélar óska eigendum og starfsfólki Klapparverks ehf innilega til hamingju með nýju Komatsu vélina!

New Holland T5.120 ElectroCommand vélarnar hafa getið sér gott orð sem liprar tækjavélar í sveitum landsins, Magnús Helgi Loftsson ættaður frá Haukholtum í Hrunamannahrepp skellti sér á einn slíkan fyrir skemmstu og var þá að skipta út eldri New Holland TL90 vél sem hafði þjónustað hann vel síðustu ár. Magnús gefur vélinni gott orð og er mjög ánægður með lipurðina og þægindin sem í vélinni eru. T5.120 EC vélarnar eru með 16×16 gírkassanum og er hægt að skipta upp og niður um gíra í ámoksturstækja stönginni, þær koma með 4stk tvívirkum vökvaventlum að aftan og skotkrók, fjaðrandi hús með loftkælingu er á henni og öflug vinnuljós lýsa upp skammdegið, við óskum Magnúsi til hamingju með þessa stórglæsilegu vél og þökkum honum kærlega fyrir viðskiptin.

Bessi Freyr Vésteinsson í Hofstaðarseli hafði það að orði við sölumann Kraftvéla að Pöttinger hefði reynst sér vel í sinni verktöku, S12 slátturvélin er með vinnslubreidd upp á 11,2m þegar hún er notuð í samvinnu við framvél sem er 3,4m. S12 er léttbyggð samstæða en vigtin er einungis 2040kg sem telst vera mjög létt þegar um er að ræða svona stórar vélar. Vélina sótti Gunnar Freyr sem er vélamaður hjá Sel ehf og það var mjög ánægjulegt að sjá tilhlökkunar glampan í augunum á Gunnari þegar hann sá vélina.
Kraftvélar þakkar Sel ehf fyrir ánægjuleg viðskipti og óskum við þeim velfarnaðar í leik og starfi.
Í Skipholti er rekið stórglæsilegt blandað bú af þeim Bjarna Val og Gyðu Björk ásamt syni þeirra honum Jóni Bjarnasyni. Á síðustu árum hafa þau verið að auka við sig í verktöku og hefur það gengið mjög vel hjá þeim, nýlega fengu þau sér glæsilegan áburðardreifara með GPS stýringu og jaðarbúnaði til að auka við sig verkefnin. Fyrir þessi verkefni þarf dráttarvél sem er vel búinn og þægileg fyrir ökumanninn, fyrir valinu varð að sjálfsögðu New Holland T7.245 AutoCommand stiglaus vél með góðum aukabúnaði. Vélin er útbúin með HTSII kerfi sem auðveldar uppsetningu á aðgerðarrunum, það þýðir það að þegar þú ert t.d. að vinna með tvær slátturvélar þá þarf einungis að notast við einn takka til að dráttarvélin setji slátturvélarnar í vinnslustöðu. Jón hafði það að orði við sölumann Kraftvéla að vélin væri algjör draumur, hún kemur einstaklega vel út úr eyðslumælingum á dísel og þægindin eru eins og best verður á kosið.
Kraftvélar þakka ábúendum í Skipholti kærlega fyrir viðskiptin og ánægjuleg samskipti.